Skrifað 29 janúar 2006 af Sveinn.

SveinBjörn hefur nú lagt lokahönd á upptökur á smellnum "Kaffi og Ís". Upptökur fóru fram í
SúdíóGeiranum og sérstakur gestahljóðfæraleikari spilaði með að þessu sinni en það var enginn annar en Bassa- og trommufanturinn
Vallazz Vidunaz.
Gjörið svo vel og hlustið.
SveinBjörn - Kaffi og Ís
Skrifað 27 janúar 2006 af Sveinn.


.
Þessa dagana rignir gylliboðunum inn á skrifstofu SveinBjarnar frá plötuframleiðendum.
StúdíóGeirinn hefur meðal annars gert tilboð sem hljóðar upp á einn gamlan tveggja sæta sófa og verður það tekið fyrir á næsta stjórnarfundi SveinBjarnar HF.
Hugsanlega er von á nýju lagi frá SveinBirni en einn meðlimur hljómsveiterinnar, hann
Bizz hefur gefið í skyn að upptökur fari að hefjast á laginu Óður til Sláttuvélar.
Skrifað 19 janúar 2006 af Sveinn.
Eftir talsvert streð og hönnun hefur vefsíðu SveinBjörns verið ýtt úr vör. Kaffiboð verður í tilefni að opnun vefs þessa í Valhöll (húsi sjálfstæðismanna) á næsta aðalfundi sjálfstæðisflokksins. Heyrst hefur að Davíð Oddson muni jafnvel láta sjá sig ásamt Gísla Marteini.
Með von um góða mætingu.
SveinBjörn